vinnustofur
Töfrakistan býður upp á vinnustofur fyrir fyrirtæki og hópa til að efla vellíðan í leik og starfi. Markmiðið er að skapa jákvæða upplifun og gefa þátttakendum verkfæri í hendur til að auka eigin vellíðan. Unnið er með huga, líkama og sál á heildrænan hátt í gegnum hugleiðslu, öndun, jóga, dans, djúpslökun og hugarfarsleg verkefni. Töfrakistan byggir hugmyndafræði sína á jákvæðri sálfræði og jóga. Töfrakistan getur sniðið vinnustofuna að þínum hópi. Töfrakistan sérhæfir sig í vinnustofum í vellíðan, þakklæti, jákvæðu hugarfari og núvitund.
Þakklætisvinnustofa
Þessi vinnustofa er 3klst ferðalag inn á við sem hefur það að markmiði að aðstoða þig að innleiða þakklætisiðkun í þitt líf. Þakklæti er ein jákvæðasta tilfinning sem til er og á vinnustofunni lærir þú nokkrar einfaldar þakklætisvenjur sem aðstoða þig að skapa og viðhalda jákvæðri orku í kringum þig og ekki síst kalla til þín meira til að geta þakkað fyrir. Við lærum í gegnum fræðslu, hugleiðslu, dagbókarskrif, jóga, dans, pilates, yoga nidra og orkuvinnu allt blandað saman í töfrandi flæði. Með hreyfingu huga og líkama gefst þér tækifæri til að sleppa tökum á því sem þjónar þér ekki lengur og skapa rými fyrir það sem þú vilt meira af inn í líf þitt. Þú mótar ásetning á vinnustofunni með því að virkilega hlusta á þitt innra sjálf og í lokin förum við í gegnum töfrandi leiðangur Yoga nidra sem aðstoðar þig að festa ásetning þinn í sessi í öllum frumum líkamans. Þessi vinnustofa er fyrir þá sem vilja öflug verkfæri í hendurnar til að skapa líf fullt af hamingju, vellíðan og gleði.
Þátttakendur fá 20% afslátt af Þakklætisdagbókinni.
Þessi vinnustofa er eingöngu í boði í eigin persónu.
Hafðu samband við tofrakistanmin@gmail.com ef þú hefur áhuga á halda vinnustofu fyrir þinn hóp.
Áherslur og leiðir:
Ég ætla á þessu námskeiði að leiða þig í gegnum leiðangur sem gefur þér verkfæri og hugmyndir til að auka vellíðan þína í leik og starfi.
Áherslur námskeiðsins eru m.a:
- að beina athygli þinni að því sem gengur vel í starfi.
- að læra leiðir til að takast á við streitu.
- að læra einfaldar venjur sem auka vellíðan.
- að skoða gildi þín og tilgang í starfi.
- að auka meðvitaða nærveru í starfi (núvitund).
Fyrirkomulag:
Námskeiðið er haldið á mánudögum á zoom kl.14:30 – 16:00.
Hver tími inniheldur blöndu af fræðslu, umræðum og iðkun. Iðkunin samanstendur af öndunaræfingu, dagbókarskrifum, jóga og hugleiðslu sem þátttakendur hafa aðgang að á meðan á námskeiði stendur.
Stofnaður verður facebookhópur þar sem þátttakendur geta ef þeir vilja tekið þátt í umræðum og spurt spurninga. Þar mun einnig birtast ítarefni og upptaka af fyrirlestrum og æfingar.
Viku fyrir fyrsta námskeiðsdag fá þátttakendur aðgang að þessum hópi ásamt zoom slóð á fyrirlestrana en það er sama slóð alla dagana.
Verð og skráning:
Þátttökugjald er 4.000 krónur sem Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar innheimtir. Allt sem snýr að greiðslu fer í gegnum þá.
Hægt er að sækja um styrk í C-sjóð (einstaklingsbundinn styrktarsjóður) á vegum Kennarasambands Íslands.
Hægt er að skrá sig beint með því að smella hér eða skrá sig á síðu Töfrakistunnar hér fyrir ofan.