Forsíða

Þakklætisdagbókin

Þakklætisdagbókin er meira en bara dagbók – hún er verkfæri sem hjálpar þér að innleiða hugarfar þakklætis inn í daglegt líf.
Það hugarfar gjörbreytti mínu eigin lífi.

Hún aðstoðar þig að beina athyglinni að því góða sem þegar er til staðar í lífinu og styður þig í átt að meiri gleði, ró og hamingju.
Þegar þú iðkar þakklæti ferðu að taka eftir fleiri augnablikum til að þakka fyrir – og smám saman kallar þú meira af því góða inn í líf þitt.

Taktu einfalt – en stórt – skref inn í meira jafnvægi, dýpri tengingu og meðvitaðra líf.

Það er einlæg ósk mín að Þakklætisdagbókin reynist þér vel.

Með þakklæti og vinsemd,
Erla Súsanna
Höfundur Þakklæti – dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju

Hjartaskrif

Mig langar að bjóða þér að skrá þig á póstlistann minn sem ég kalla Hjartaskrif – hlý bréf sem næra hugann, líkamann og sálina og minna þig á að staldra við, draga djúpt inn andann og beina hjartanu að því sem mestu máli skiptir.

Hugmyndin kviknaði þegar ég fór að leita nýrra leiða til að miðla kraftinum sem felst í þakklæti. 

Í Hjartaskrifum ætla ég að deila með þér þeim aðferðum sem hafa reynst mér vel og tengja það við fræðin á bak við jákvæða sálfræði. 

Hjartaskrif færðu í pósthólfið á tveggja vikna fresti, á sunnudagsmorgnum svo þú getur átt þér notalega stund með kaffibollanum og hjartaskrifum.

Í hverju bréfi finnur þú:

  • Orð frá hjartanu – pælingar um lífið og tilveruna. Hér deili ég hugleiðingum, hugmyndum og sögum úr mínu daglega lífi.

  • Fræðslu – fróðleik sem víkkar sjóndeildarhringinn og vekur forvitni. Þetta getur verið lífsspeki, vísindin á bak við hamingju, sjálfsþekking eða einfaldlega nýtt sjónarhorn á lífið.

  • Staldraðu við – fjölbreyttar æfingar í ýmsu formi t.d hugleiðsla, dagbókarhugmyndir o.fl.

  • Stundum deili ég líka tilboðum, áskorunum og gjafaleikjum sem geta glatt 🤍

 

Umsagnir um dagbókina

“Ég fann strax áhrifin af þakklætisiðkuninni. Ég varð jákvæðari, glaðari og fann hvernig ég sá alla litlu góðu hlutina í lífinu.”

Fjóla Jónsdóttir
Kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir

“Þakklætisdagbókin er svo öflug. Ég gaf öllum hana í jólagjöf og það eru allir búnir að dásama hana. Þetta er búið að gera svo mikið fyrir mömmu. Ég er svo þakklát fyrir þessa fallegu bók.”
 
Dagný Gísladóttir
Eigandi RVK Rituals

“Þakklætisdagbókin var frábært verkfæri fyrir mig til að byrja að iðka þakklæti.”

 
Ása Lára Thorsen
Grafískur hönnuður

Þessi síða notar vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.