Þakklætisdagbókin
Þakklætisdagbókin er meira en bara dagbók – hún er verkfæri sem hjálpar þér að innleiða hugarfar þakklætis inn í daglegt líf.
Það hugarfar gjörbreytti mínu eigin lífi.
Hún aðstoðar þig að beina athyglinni að því góða sem þegar er til staðar í lífinu og styður þig í átt að meiri gleði, ró og hamingju.
Þegar þú iðkar þakklæti ferðu að taka eftir fleiri augnablikum til að þakka fyrir – og smám saman kallar þú meira af því góða inn í líf þitt.
Taktu einfalt – en stórt – skref inn í meira jafnvægi, dýpri tengingu og meðvitaðra líf.
Það er einlæg ósk mín að Þakklætisdagbókin reynist þér vel.
Með þakklæti og vinsemd,
Erla Súsanna
Höfundur Þakklæti – dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju
Hjartaskrif
Mig langar að bjóða þér að skrá þig á póstlistann minn sem ég kalla Hjartaskrif – hlý bréf sem næra hugann, líkamann og sálina og minna þig á að staldra við, draga djúpt inn andann og beina hjartanu að því sem mestu máli skiptir.
Hugmyndin kviknaði þegar ég fór að leita nýrra leiða til að miðla kraftinum sem felst í þakklæti.
Í Hjartaskrifum ætla ég að deila með þér þeim aðferðum sem hafa reynst mér vel og tengja það við fræðin á bak við jákvæða sálfræði.
Hjartaskrif færðu í pósthólfið á tveggja vikna fresti, á sunnudagsmorgnum svo þú getur átt þér notalega stund með kaffibollanum og hjartaskrifum.
Í hverju bréfi finnur þú:
Orð frá hjartanu – pælingar um lífið og tilveruna. Hér deili ég hugleiðingum, hugmyndum og sögum úr mínu daglega lífi.
Fræðslu – fróðleik sem víkkar sjóndeildarhringinn og vekur forvitni. Þetta getur verið lífsspeki, vísindin á bak við hamingju, sjálfsþekking eða einfaldlega nýtt sjónarhorn á lífið.
Staldraðu við – fjölbreyttar æfingar í ýmsu formi t.d hugleiðsla, dagbókarhugmyndir o.fl.
Stundum deili ég líka tilboðum, áskorunum og gjafaleikjum sem geta glatt 🤍
Umsagnir um dagbókina
“Ég fann strax áhrifin af þakklætisiðkuninni. Ég varð jákvæðari, glaðari og fann hvernig ég sá alla litlu góðu hlutina í lífinu.”
Fjóla Jónsdóttir
Kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir
“Þakklætisdagbókin var frábært verkfæri fyrir mig til að byrja að iðka þakklæti.”