NetFyrirlestrar
Töfrakistan býður upp á netfyrirlestra fyrir fyrirtæki og hópa til að efla vellíðan í leik og starfi. Markmiðið er að skapa jákvæða upplifun og gefa þátttakendum verkfæri í hendur til að auka eigin vellíðan. Töfrakistan leggur áherslu á líflega fyrirlestra og þátttöku þeirra sem hann sitja. Fyrirlestrarnir innihalda fræðslu sem byggir m.a. á vísindalegum grunni og reynslu fyrirlesara ásamt hagnýtum og skemmtilegum æfingum sem þátttakendur spreyta sig á. Töfrakistan byggir hugmyndafræði sína á jákvæðri sálfræði og jóga. Töfrakistan getur sniðið fyrirlesturinn að þínum hópi. Töfrakistan sérhæfir sig í fyrirlestrum í vellíðan, þakklæti, jákvæðu hugarfari og núvitund.
Skapaðu jákvæða orku
Þessi fyrirlestur er 60 mínútur og skiptist í fræðslu og svokallaðar orkuæfingar sem miða að því að skapa jafnvægi í líf okkar. Farið verður í það hvernig þú getur skapað jafnvægi í leik og starfi og hvernig hægt er að skapa jákvæða orku á vinnustaðnum.
Lykilhugtök: Orka, jafnvægi, jákvæð sálfræði, þakklæti, núvitund og vellíðan.
Þakklæti til aukinnar farsældar
Þessi fyrirlestur er 60mínútur og skiptist í fræðslu og svokallaðar þakklætisæfingar. Þakklæti er ein jákvæðasta tilfinning sem til er og í þessum fyrirlestri lærir þú nokkrar einfaldar þakklætisvenjur sem aðstoða þig að beina sjónum að því góða í lífi þínu. Fyrirlesturinn er fyrir þá sem vilja öflug verkfæri í hendurnar til að skapa líf fullt af hamingju, vellíðan og gleði.
Fyrirlestrarnir fara fram í gegnum fjarskiptabúnaðinn ZOOM.
Hafðu samband tofrakistanmin@gmail.com ef þú hefur áhuga á að panta fyrirlestur fyrir þinn hóp.