Kvenna Retreat – dagskrá

Dagskrá Kvenna retreat

Fimmtudagur 18. maí 2023

kl.17:00 – 18:00: Gestir koma sér fyrir

kl.18:00 – 19:00: Kvöldverður

kl.19:00 – 20:00: Vinnustofa – Hægjum á og aukin meðvitund

kl.20:00 – 20:45: Yoga nidra

kl.20:45: Frjáls tími

Föstudagur 19. maí 2023

kl.8:00 – 9:00: morgunmatur

kl.9:00 – 12:00 Morguniðkun (hugleiðsla, jóga og dagbókarskrif)

kl.12:00 – 13:00 Hádegisverður

kl.13:00 – 14:30: Vinnustofa – Að leggja rækt við sjálfið

kl.14:30 – 15:30: Náttúruupplifun í núvitund

kl.15:30 – 16:00: Hressing

kl.16:00 – 18:00: Njóta

kl.18:00 – 19:00: Kvöldverður

kl.19:00 – 20:00: Yoga nidra

kl.20:00 – 22:00: Njóta

Laugardagur 20. maí 2023

kl.8:00 – 9:00: morgunmatur

kl.9:00 – 12:00 Morguniðkun (hugleiðsla, jóga og dagbókarskrif)

kl.12:00 – 13:00 Hádegisverður

kl.13:00 – 14:30: Vinnustofa – Að skapa líf í takt við minn innri kjarna

kl.14:30 – 15:30: Skapa í núvitund

kl.15:30 – 16:00: Hressing

kl.16:00 – 18:00: Njóta

kl.18:00 – 19:00: Kvöldverður

kl.19:00 – 21:00: Lokahátíð (inniheldur m.a. yoga nidra)

kl.21:00: Njóta

Formlegri dagskrá er lokið.

Sunnudagur 21. maí 2023

kl.8:00 – 9:00: Morgunmatur (þeir sem þurfa að fara snemma geta fengið nesti)

kl.9:00 – 11:00: Morguniðkun (valfrjálst)

kl.11:00 – 12:00: Ganga frá herbergi, brottför og kveðja

Ath. dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Staðsetning og umgjörð:

Námskeiðið er haldið á  fallegum og friðsælum Retreat stað á S-Sjálandi.  Inspiration center Denmark er í eigu íslenskra hjóna sem leggja mikið upp úr í því að skapa rólegt og jákvætt andrúmsloft. Herbergin eru notaleg og rúmgóð og í boði er annað hvort eins manns herbergi eða tveggja manna. Snyrtileg baðherbergi eru staðsett utan herbergja. Fjarlægð frá flugvelli er u.þ.b 1,5klst miðað við akstur í bifreið. Námskeiðshaldari aðstoðar við samgöngumál ef þess er óskað.

Hunseby Kirkevej 13, 4930 Maribo (sjá kort).

Þeir möguleikar sem eru í boði:

  • S- tog (Lest) frá flugvelli, Lokalbane (lest) til Maribo station og þaðan eru ca. 5mín max í leigubíl sem hægt er að panta fyrir gesti fyrirfram. https://www.rejseplanen.dk (Skrá Lufthavn – Maribo station (tekur ca 2klst og 16mín).
  • Bílaleigubíll t.d. www.rentalcars.com/en/airport/dk/cph/
  • Leigubíll www.dantaxi.dk eða https://gettransfer.com/en

Play og Icelandair fljúga að morgni þann 18. maí. Frá hádegi og fram á kvöld þann 21. maí. Einnig er tilvalið að lengja ferðina og njóta Kaupmannahafnar. Ef pantað er með góðum fyrirvara er hægt að fá góð verð.

Dag hvern er boðið upp á  hlaðborð af bragðgóðum og heilnæmum mat.  Maturinn samanstendur af ljúffengu heimagerðu grænmetisfæði sem er gert frá grunni (með fiski/kjúklingi á milli). Te, kaffi og kranavatn og ávextir í boði allan daginn. Einnig er hægt að kaupa aðra drykki ásamt sælgæti.

Borga þarf aukalega fyrir sérfæði t.d. glútenfrítt og hreint veganfæði.

Verð:

5245 DKK / 109.900 ISK 2ja manna herbergi

5745 DKK/ 119.900 ISK einstaklingsherbergi

(verð miðast við a.m.k 10 þátttakendur). Hámark 22 þátttakendur.

Borga þarf  20.000 ISK staðfestingargjald við bókun sem er óafturkræft. Borga þarf upp alla ferðina fyrir 1.apríl 2023. Hafðu samband ef þú vilt skipta greiðslunum upp.

Innifalið í verði er gisting í 3 nætur, fullt fæði ásamt kaffi/te/vatn. Lín og handklæði. Kennsla alla dagana. Handbók. Jógabúnaður á staðnum. Allir þátttakendur fá fallegan taupoka ásamt stílabók og penna. 

Ekki innifalið í verði: Flug og aðrar samgöngur. 

Hægt er að kaupa léttar veitingar á staðnum. Einnig er hægt að kaupa aðgang að úti “spa” með heitum potti og gufu.

umsagnir frá þátttakendum

“Ég mun aldrei geyma þessu námskeiði. Þetta hefur verið draumi líkast og ég get ekki beðið eftir að byrja mitt ferðalag. Takk Erla þú ert einstök manneskja og aldrei hætta því sem þú ert að gera”

Grunnskólakennari

 

“Frábært námskeið. Tekið passlega á líkamanum – hugurinn þurfti að vinna líka. Ótrúlega góð blanda. Maturinn mjög góður. Ég er léttari andlega”.

 

Grunnskólakennari

“Áhrifaríkt og skemmtilegt. Mjög gagnlegt og ýmislegt sem nýtist sem hægt er að nota strax og svo þróa áfram. Fer heim endurnærð og ótrúlega glöð með það sem ég hef upplifað”

Guðrún Gunnarsdóttir

Forstöðumaður

Grunnskólakennari

Þátttakendi á Kennara retreat 2022

Grunnskólakennari

Þátttakendi á Kennara retreat 2022

 

Guðrún Gunnarsdóttir

Forstöðumaður

Þátttakendi á Vinnustaða retreat

Þessi síða notar vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.