Námskeið
Ég er með nokkur námskeið á teikniborðinu – þau eru enn að taka á sig mynd og ég leyfi þeim að þróast náttúrulega, í sínum eigin takti – rétt eins og lífið sjálft.
Ég hef haldið fjölmörg námskeið, bæði rafræn og í eigin persónu, og ég elska að skapa vettvang þar sem fólk getur lært, vaxið og ræktað sjálft sig. Ég hef sjálf setið ótal námskeið, og sum þeirra hafa haft djúpstæð áhrif á mig – þau hafa hjálpað mér að hrinda hugmyndum mínum í framkvæmd og þróast sem manneskja. Þess vegna trúi ég á kraft námskeiða og það sem þau geta kveikt innra með okkur.
Ef þú vilt vera með þegar fyrstu námskeiðin mín verða tilbúin, getur þú skráð þig á póstlistann Hjartaskrif og fengið fyrstu fréttirnar beint í pósthólfið þitt.
