Um mig
Ég heiti Erla Súsanna og er hugmyndasmiðurinn á bak við Töfrakistuna.
Töfrakistan varð til sem leið fyrir mig til að deila því sem ég var að skapa með nemendum mínum og börnunum mínum — tengt jóga, núvitund og hugleiðslu. Með tímanum hefur hún vaxið og þróast, og í dag er hún vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á að skapa sitt besta mögulega líf.
Töfrakistan er opin fyrir þá sem vilja rækta sitt innra sjálf, lifa í dýpri tengingu við sig sjálfa og verða um leið innblástur og fyrirmynd fyrir aðra.
Ég bý í Noregi ásamt eiginmanni mínum og þremur börnum. Undanfarin fimm ár hef ég búið í fjórum mismunandi löndum, og hver staður hefur kennt mér eitthvað nýtt um lífið, tengsl og sjálfa mig. Ég myndi lýsa mér sem glaðlyndri og forvitinni manneskju sem elskar að læra, skora á sjálfa sig og lifa lífinu lifandi – hvar sem í heiminum ég er stödd.
Ég er að menntaður grunnskólakennari og kenndi m.a. jóga og núvitund í grunnskóla. Undanfarin ár hef ég haldið fyrirlestra, námskeið og retreats fyrir kennara og ummönnunaraðila, þar sem áherslan hefur verið á innri styrk, nærveru og vellíðan.
Í dag einbeiti ég mér að því að breiða út boðskap þakklætis og hjálpa fólki að tengjast sjálfu sér á dýpri hátt í gegnum ritun, hugleiðslu og jóga. Ég kenni einnig jóga vinnustofur í Bergen undir nafninu Wild Nordic Circle, þar sem náttúran, hreyfingin og andinn mætast í kraftmikilli og nærandi upplifun.
Menntun og réttindi:
B.Ed. í grunnskólakennarafræðum – Háskóli Íslands, 2007
Jógakennaranám – Yogavin, 2016–2017
Barna- og unglingajógakennari, stig 1 – Little Flower Yoga
Núvitundarkennsla fyrir börn og unglinga – Heilshugar Núvitund
Hugleiðslu- og núvitundarkennari – The School of Positive Transformation, 2020
Diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði – Endurmenntun Háskóla Íslands, 2020
Yoga Nidra kennararéttindi – I Am Yoga Nidra Institute, 2022
Living Yolates kennararéttindi, 2023
Það er einlæg von mín að Töfrakistan verði þér innblástur til að skapa það líf sem þú vilt lifa.
Kær kveðja,
Erla Súsanna
