Yoga nidra í Jónshúsi
Þessir tímar eru í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
Hvað er yoga nidra?
Yoga nidra er svefntengd liggjandi leidd hugleiðsla þar sem notuð er öndunar-, líkams-. og núvitundartækni til að ná fram djúpslökun. Iðkandinn heldur fullri meðvitund þrátt fyrir að vera í djúpu slökunarástandi.
Fyrir hverja er yoga nidra?
Yoga nidra er fyrir alla og það góða við YN er að þú þarft ekkert að gera nema liggja og láta töfra YN vinna alla vinnuna fyrir þig. Yoga nidra er fyrir alla sem vilja auka vellíðan sína og upplifa hugarró.
Hvað gerir yoga nidra fyrir mig?
Einn yoga nidra tími er á við 3klst svefn og ef þú glímir við svefnvanda þá er YN verkfæri sem gæti nýst þér. Endurnærandi ferðalag inn á við og opnar fyrir meiri sköpun. Róar taugakerfið og hægir á hugsana flaumnum. Djúp slökun sem hleður orkubúskapinn. YN getur létt á sálfræðilegum kvillum á borð við kvíða, kulnun og þunglyndi. Ég get sérsniðið yoga nidra tímann að þínum þörfum eftir því hvað þú vilt vinna með.
Praktískar upplýsingar:
Næsti tími er sunnudaginn 3. mars.
Tímarnir hefjast stundvíslega kl.19:30 (húsið opnar kl.19:15) og eru til kl.20:30. Kennt á íslensku.
Það er laust fyrir 10 þátttakendur og skráning fer fram á tofrakistanmin@gmail.com eða senda sms í símanúmerið 22335990.
Lágmark 5 þátttakendur.
Þegar þú hefur greitt fyrir tímann þá tryggir þú þér pláss en hægt er að afbóka með 24klst fyrirvara og fá endurgreitt.
Hakka til að leiða þig í gegnum töfra yoga nidra.
Hlýjar kveðjur
Erla Súsanna
Hafðu samband og Töfrakistan getur hannað jógatíma eða námskeið sem hentar þínum hópi eða fyrirtæki
umsagnir frá þátttakendum
“Upplifun mín af yoga nidra hjá Erlu var gríðarlega jákvæð. Ég náði algjörlega að tengjast orkustöðvunum mínum, finna innri ró og var endurnærður eftir tímann”
Freyr Alexanderson
Knattspyrnuþjálfari
“Tíminn leyfði mér að vera 100% til staðar og einbeita mér bara að því að vera til. Þetta var frábær leið til að komast burt frá hversdagslegum verkefnum og einbeita sér að mér. Þó ég hafi ekki prófað það áður leiðbeindi Erla mér vel í gegnum tímann”
Anna Tjemsland
Markaðsfræðingur
“Virkilega góð reynsla. Í fyrsta skipti sem ég næ að slaka svona djúpt á. Mjög gott fyrir líkama og huga. Endurnærð orka. Ég mæli heilshugar með Yoga nidra með Erlu”
Frederik Gytkjær
Knattspyrnumaður
Freyr Alexanderson
Knattspyrnuþjálfari
Anna Tjemsland
Markaðsfræðingur
Frederik Gytkjær
Knattspyrnumaður