Vellíðan kennara – netnámskeið

Vellíðan kennara

Netnámskeið fyrir kennara, þroskaþjálfa, náms - og starfsráðgjafa

Töfrakistan kynnir 4 vikna netnámskeið í vellíðan kennara í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Athugið að starfsmönnum í öðrum sveitarfélögum er frjálst að sækja námskeiðið.

Kennsla er margslungið starf og að mörgu er að hyggja. Það er auðvelt að gleyma því að hugsa um eigin velferð í amstri dagsins. Það að kennarar og þeir sem starfa með börnum hlúi vel að sér í starfi skilar sér margfalt til baka til nemenda og er grunnurinn að farsælu skólastarfi. Rannsóknir hafa sýnt að það eru tengsl milli vellíðanar kennara og vellíðanar nemenda.

Námskeiðið Vellíðan kennara er fyrir þá sem vilja einföld og árangursrík verkfæri í hendur til að auka sína eigin vellíðan. 

Þetta er tækifærið þitt að setja þína eigin vellíðan í forgang.

Hafðu samband og Töfrakistan getur hannað námskeið eða fyrirlestur sem hentar þínum hópi

Þessi síða notar vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.