Dagbók

Þakklætisdagbók

Þakklætisdagbókin aðstoðar þig að:

  • Beina athygli þinni að því góða sem er nú þegar í lífi þínu.
  • Muna eftir litlu hlutunum í lífinu.
  • Skapa þína eigin hamingju með þakklætisiðkun.
  • Auka jákvæðar uppsprettur í lífinu.
  • Vera í núinu.
  • Gera sjálfsumhyggju að vana.
  • Kalla til þín meira til að vera þakklát/ur/t fyrir.

Þakklætisdagbókin aðstoðar þig að veita því góða athygli sem er nú þegar í lífi þínu með því að skrifa niður hvað þú getur þakkað fyrir. Þakklætisiðkun af þessu tagi hefur verið vísindalega rannsökuð og sýnir 25% aukningu í hamingju hjá þátttakendum sem skrifuðu niður hvað þeir voru þakklátir fyrir nokkrum sinnum í viku. Annar ávinningur var m.a. aukinn hvati að hreyfa sig, betri svefn, meiri bjartsýni svo fátt eitt sé nefnt.

 

Þakklætisdagbókin inniheldur:

  • Fróðleik um þakklæti.
  • Ráð hvernig þú getur innleitt þakklætisskrif.
  • Hamingjuspurningu og ígrundun.
  • 100 dagbókarfærslur
  • Auka æfingar í þakklæti.
  • Venjulista.
  • Hugmyndir að dagbókarskrifum.
  • Hugmyndir að þakklætisiðkun.

Þakkætisdagbókin er tilvalin gjöf til þeirra sem þú elskar og þar með talið þig sjálfa/sjálfan/sjálft. Hún er tilvalin sem gjöf til starfsmanna. Hafðu samband ef um magnkaup er að ræða á tofrakistanmin@gmail.com

Töfrakistan býður einnig upp á vinnustofu í þakklæti og fyrirlesturinn Skapaðu jákvæða orku þar sem umfjöllunarefnið er m.a. þakklæti.

Hægt er að kaupa bókina hér en hún er einnig fáanleg í verslunum Pennans Eymundssonar, A4, Forlaginu, Sölku útgáfu, Sólir yogastúdió, Eden yogastúdíó, og Nálarstungur og nudd.

Þakklætisdagbók

Dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju

Þakklætisdagbókin er byggð á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Það sem einkennir hamingjusamt fólk er m.a að það iðkar þakklæti og þakklæti hefur sterkara forspárgildi en  nokkur önnur dygð varðandi huglæga hamingju og heilsu.

Þakklætisdagbókin býður þér einnig daglega að veita líðan þinni athygli og getum við þá frekar valið okkur viðbragð sem er okkur hjálplegt. Í bókinni velur þú einnig að veita sjálfsumhyggju athygli með því að skipuleggja það hvernig þú ætlar að hlúa að þér. Þér býðst einnig að skrifa niður eina eða fleiri jákvæðar staðhæfingar sem geta verið daglegur leiðarvísir þinn til að muna eftir því að leggja rækt við það sem gengur vel í lífinu.

Þú getur valið að skrifa daglega eða nokkrum sinnum í viku og bókin aðstoðar þig að setja þakklætisskrifin í vana. Ef þú vilt auka hamingjuna í lífi þínu þá er það fyrst og fremst spurning um að velja að gera það og þakklætisiðkun er frábært verkfæri til hamingjusköpunar.

Þú ert að gefa þér dýrmæta gjöf með kaupum á þakklætisdagbókinni. Hún aðstoðar þig að sjá allar gjafir lífsins sem eru allt umlykjandi, stundum þurfum við bara aðstoð til að koma auga á þær.

Þessi síða notar vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.