Forsíða

Fjársjóðurinn býr
innra með þér

Töfrakistan býður upp á námskeið, fyrirlestra og dagbók sem aðstoða einstaklinga og hópa að auka vellíðan í leik og starfi. 

Skapaðu jákvæða orku
Vinnustofa um þakklæti

Í þessari vinnustofu er lögð áhersla á að skapa jákvæða upplifun þar sem þú færð tækifæri til að hlúa að þér á heildrænan máta og endurnæra þig á huga, líkama og sál. Hugmyndafræði vinnustofunnar er byggð á jákvæðri sálfræði og jóga. Þakklæti er ein jákvæðasta tilfinning sem til er og á vinnustofunni lærir þú nokkrar einfaldar þakklætisvenjur sem aðstoða þig að skapa og viðhalda jákvæðri orku í kringum þig og ekki síst kalla til þín meira til að geta þakkað fyrir.

Það býr fjársjóður innra með okkur öllum og hér færð þú tækifæri til að leysa hann úr læðingi. 

þakklætisdagbók

Þakklætisdagbókin aðstoðar þig að:

  • Beina athygli þinni að því góða sem er nú þegar í lífi þínu.
  • Muna eftir litlu hlutunum í lífinu.
  • Skapa þína eigin hamingju.
  • Auka jákvæðar uppsprettur í lífinu.
  • Gera sjálfsumhyggju að vana.
  • Lifa í núinu.
  • Vera nægjusöm/samur/samt.
  • Kalla til þín meira til að vera þakklát/ur/t fyrir.

Þessi bók er sérsniðin þakklætisdagbók sem er m.a. byggð á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Það sem einkennir hamingjusamt fólk er m.a að það iðkar þakklæti. Þakklæti hefur sterkara forspárgildi en  nokkur önnur dygð varðandi huglæga hamingju og heilsu. Þakklætisdagbókin er fyrir þá sem vilja fá öflugt verkfæri í hendurnar til að skapa sína eigin hamingju.

Jógatímar

Yoga nidra er svefntengd liggjandi leidd hugleiðsla þar sem notuð er öndunar-,  líkams- og núvitundartækni til að ná fram djúpslökun. Yoga nidra iðkun er endurnærandi ferðalag inn á við þar þú færð rými til að bara vera og þarft engu að áorka. Iðkandinn heldur fullri vakandi meðvitund þrátt fyrir að vera í djúpu slökunarástandi. Talið er að einn 45mín yoga nidra tími sé á við 3 klst svefn. Yoga nidra er fyrir þá sem vilja hlúa að sér á dýpri hátt og ná að losa líkamann við umfram streitu, hlaða orkubúskapinn og endurnæra líkama og sál. 

doTERRA ILMKJARNAOLÍUR

Ilmkjarnaolíur eru kraftmikil náttúruafurð sem eru fengnar með eimingu úr rótum, blöðum, blómum og trjákvoðu planta. Það er ótrúlegur kraftur í náttúrunni og í hraða nútímans höfum við færst lengra frá afurðum hennar en doTERRA aðstoðar þig að komast nær þeim.

doTERRA ilmkjarnaolíur eru hreinar og öruggar olíur sem er hægt að nota á fjölbreyttan máta. Notkun þeirra er frábær viðbót við heilbrigðan lífstíl og fyrir þá sem vilja nota hreinar afurðir við ýmsum kvillum og ekki síður til að auka jákvæðar uppsprettur í lífinu.

Hafðu samband og Töfrakistan getur hannað námskeið eða fyrirlestur sem hentar þínum hópi

Þessi síða notar vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.