Um mig
Ég heiti Erla Súsanna og er hugmyndasmiðurinn á bak við Töfrakistuna. Töfrakistan er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að skapa sér sitt besta mögulega líf. Töfrakistan er opin fyrir þá sem hafa áhuga á því að rækta sitt persónulega sjálf og um leið vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég bý í Belgíu ásamt eiginmanni og þremur börnum. Ég myndi lýsa mér sem glaðlyndri manneskju sem elskar að skora á sjálfan mig, læra nýja hluti og lifa lífinu lifandi.
Ég er grunnskólakennari að mennt og kenndi m.a núvitund og jóga í grunnskóla. Ég hef haldið fyrirlestra, námskeið og Retreat fyrir kennara og ummönnunaraðila.
- B.ed. í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands 2007.
- Jógakennaranám hjá Yogavin 2016 – 2017.
- Barna- og unglingajógakennarinn stig 1 hjá Litle flower yoga.
- Núvitundarkennsla fyrir börn og unglinga hjá Heilshugar Núvitund.
- Hugleiðslu- og núvitundarkennari 2020 hjá The school of positiv transformation.
- Diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2020.
- Yoga nidra kennararéttindi 2022 hjá I am Yoga nidra institute.
- Living Yolates kennararéttindi 2023
Það er einlæg von mín að Töfrakistan sé þér innblástur að því að skapa það líf sem þú vilt lifa,
Kær kveðja,
Erla Súsanna