Kvenna retreat
Kvenna retreat er fyrir þig ef þú vilt endurnæra huga, líkama og sál. Þú færð tækifæri til að baða þig í sjálfsrækt og lærir leiðir til að innleiða góðar venjur inn í líf þitt. Þú ert leidd í gegnum töfraheim jógaiðkunar og hugleiðslu. Þú færð tækifæri til að slappa af og hvílast og njóta þess að vera í núinu laus við allt áreiti. Endurhlaða þig, losa um streitu og dekra við þig. Þetta er ferð þar sem þú setur þig í forgang.
Markmiðið er að í lok námskeiðs farir þú heim með tösku fulla af verkfærum sem gerir þér kleift að lifa meira í núinu, tileinka þér jákvæðara hugarfar og lifa í meira jafnvægi. Þú lærir leiðir til að sleppa tökum á því sem þjónar þér ekki og bjóða velkomið eitthvað nýtt sem getur aðstoðað þig að skapa líf í takt við þinn innri kjarna. Lögð er áhersla á að gera andlega iðkun skemmtilega, einfalda og aðgengilega.
Innra með okkur öllum býr fjársjóður og á þessu námskeiði lærir þú leiðir til að losa hann úr læðingi.
Hugmyndafræði námskeiðsins byggir á jákvæðri sálfræði og Living Yolates. Living Yolates samanstendur af þremur hreyfistílum. Jóga, pilates, dans ásamt orkuvinna „energy work“. Þessu verður blandað saman í fallegt flæði til að skapa heildræna, alhliða og jákvæða upplifun þátttakenda. Dagarnir innihalda góða blöndu af iðkun og hvíld. Iðkunin okkar mun m.a. innihalda hugleiðslu, jóga, dans, pilates, fræðslu, hvíld, öndunaræfingar, dagbókarskrif og ýmsar hugarfarslegar æfingar sem miða að því að efla okkur og styrkja. Á milli æfinga verður gefinn tími til að njóta og slaka á.
Þú þarft engann grunn í jóga eða hugleiðslu.
Hægt er að kaupa fallegt gjafabréf.
Þátttakendur fá 20% afslátt af Þakklæti – dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju eftir Erlu Súsönnu námskeiðshaldara.
Fyrirspurnir sendist á tofrakistanmin@gmail.com
Hlakka til að skapa töfra með þér,
Hlýjar kveðjur,
Erla Súsanna
Næsta Kvenna Retreat kemur í sölu fljótlega
Staðsetning og umgjörð:
Námskeiðið er haldið á fallegum og friðsælum Retreat stað á S-Sjálandi. Inspiration center Denmark er í eigu íslenskra hjóna sem leggja mikið upp úr í því að skapa rólegt og jákvætt andrúmsloft. Herbergin eru notaleg og rúmgóð og í boði er annað hvort eins manns herbergi eða tveggja manna. Snyrtileg baðherbergi eru staðsett utan herbergja. Fjarlægð frá flugvelli er u.þ.b 1,5klst miðað við akstur í bifreið. Námskeiðshaldari aðstoðar við samgöngumál ef þess er óskað.
Hunseby Kirkevej 13, 4930 Maribo (sjá kort).
Þeir möguleikar sem eru í boði:
- S- tog (Lest) frá flugvelli, Lokalbane (lest) til Maribo station og þaðan eru ca. 5mín max í leigubíl sem hægt er að panta fyrir gesti fyrirfram. https://www.rejseplanen.dk (Skrá Lufthavn – Maribo station (tekur ca 2klst og 16mín).
- Bílaleigubíll t.d. www.rentalcars.com/en/airport/dk/cph/
- Leigubíll www.dantaxi.dk eða https://gettransfer.com/en
Play og Icelandair fljúga að morgni þann 18. maí. Frá hádegi og fram á kvöld þann 21. maí. Einnig er tilvalið að lengja ferðina og njóta Kaupmannahafnar. Ef pantað er með góðum fyrirvara er hægt að fá góð verð.
Dag hvern er boðið upp á hlaðborð af bragðgóðum og heilnæmum mat. Maturinn samanstendur af ljúffengu heimagerðu grænmetisfæði sem er gert frá grunni (með fiski/kjúklingi á milli). Te, kaffi og kranavatn og ávextir í boði allan daginn. Einnig er hægt að kaupa aðra drykki ásamt sælgæti.
Borga þarf aukalega fyrir sérfæði t.d. glútenfrítt og hreint veganfæði
Verð:
5245 DKK / 109.900 ISK 2ja manna herbergi
5745 DKK/ 119.900 ISK einstaklingsherbergi
(verð miðast við a.m.k 10 þátttakendur). Hámark 22 þátttakendur.
Borga þarf 20.000 ISK staðfestingargjald við bókun sem er óafturkræft. Borga þarf upp alla ferðina fyrir 1.apríl 2023. Hafðu samband ef þú vilt skipta greiðslunum upp.
Innifalið í verði er gisting í 3 nætur, fullt fæði ásamt kaffi/te/vatn. Lín og handklæði. Kennsla alla dagana. Handbók. Jógabúnaður á staðnum. Allir þátttakendur fá fallegan taupoka ásamt stílabók og penna.
Ekki innifalið í verði: Flug og aðrar samgöngur.
Hægt er að kaupa léttar veitingar á staðnum. Einnig er hægt að kaupa aðgang að úti “spa” með heitum potti og gufu.