Ný framtíð

Ný framtíð

Námskeið fyrir þá sem vilja skapa sína eigin framtíðarsýn

Hvernig viltu að árið 2024 líti út fyrir þig?

Töfrakistan kynnir nýtt námskeið þar sem þú skapar framtíðarspjald sem aðstoðar þig að lifa í takt við þitt sanna sjálf. Viðburðurinn er bæði í eigin persónu í Kaupmannahöfn og vefnámskeið. 

Um námskeiðið

  • Þú munt fá fræðslu um það að “manifesta” þann veruleika sem þú vilt lifa í.
  • Þú munt setja þér ásetning út frá innsæi þínu sem aðstoðar þig að skapa rými fyrir það sem þú vilt kalla til þín á nýju ári.
  • Þú munt búa til framtíðarspjald eða svokallað “vision board” þar sem þú gerir það sýnilegt sem þú vilt að verði að veruleika 2024.
  • Þú munt festa ásetning þinn og drauma í sessi í líkama, huga og sál í gegnum hugleiðslu.
  • Þú munt fá verkfæri í hendur til að vinna áfram með framtíðarspjaldið þitt eftir að námskeiði lýkur.

Framtíðarspjald

Framtíðarspjald eða svokallað “vison board” gerir drauma þína og þrá sýnilegar. Framtíðarspjald er spegill á það líf sem þú vilt lifa. Það getur aðstoðað þig að ná markmiðum þínum og lifa lífi í takt við það sem þú í raun og veru vilt. Þú skapar þessa framtíðarsýn út frá þér og þínum innsta kjarna. Spjaldið eflir trú þína á getu þína til að ná markmiðum þínum og lifa lífi í takt við þitt innra sjálf.

Praktískar upplýsingar

Jónshús:

Námskeiðið er haldið í Jónshúsi laugardaginn 20. janúar kl.15-17. Húsið opnar kl.14:45. 

Þú mætir með jógadýnu og dagbók, penna. Það gæti verið gott að taka með þér liti, penna, límmiða en slíkt verður engur að síður á staðnum. Ef þú vilt þá máttu taka með gömul tímarit en það er ekki nauðsynlegt. Þitt gjald er 290dkk.

Þú færð: Fræðslu, “vison board” plakat, hugleiðslu, hugmyndir að verkfærum til að vinna með framtíðarspjaldið þitt. Léttar veitingar; te, kaffi og snarl.

Vefnámskeið

Námskeiðið er haldið þriðjudaginn 23. janúar 2024 kl.20:00 – 21:30 í gegnum fjarbúnaðinn zoom. Námskeiðið er tekið upp svo ef þú forfallast eða getur ekki verið með á rauntíma þá færðu senda slóð sem þú hefur aðgang að í viku eftir að námskeiði lýkur.

Þú þarft að hafa dagbók, penna, plakat, ritföng og liti. Límmiða t.d með númerum eða bókstöfum og gömul tímarit en það er ekki nauðsynlegt. Þitt gjald er 2900ISK.

Þú færð: Fræðslu, “vison board” plakat kennslu, hugleiðslu og hugmyndir að verkfærum til að vinna með framtíðarspjaldið þitt. 

Um kennarann

Erla Súsanna er jóga- og hugleiðslukennari. Hún er höfundur bókarinnar Þakklæti – dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju. Erla Súsanna hefur í mörg ár iðkað jóga og hugleiðslu. Síðastliðin ár hefur hún komið sér upp áhrifaríkum sið fyrir nýtt ár þar sem hún kallar til sín draumalífið sitt. Það gerir hún m.a. með því að setja sér ásetning sem er komin frá hjartanu og “manifesta” eða kalla það til sín með þakklæti. Hún er  komin með aðferð sem virkar og býður þér núna með í það ferðalag að skapa það líf sem þú vilt lifa.

Þakklætisdagbók

Þátttakendur fá 10% afslátt af Þakklæti – dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju eftir Erlu Súsönnu námskeiðshaldara. Allir sem skrá sig fá sendan afsláttarkóða. Athugið að takmarkað upplag er til á lager fyrir þá sem eru búsettir í Danmörku.

Skráning:

Takmarkað pláss í boði fyrir námskeiðið í Kaupmannahöfn.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á

tofrakistanmin@gmail.com

Hvernig myndi líf þitt líta út ef þú myndir fjarlægja allar hindranir sem standa í vegi fyrir þér? Hvernig myndi þér líða?

Þessi síða notar vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.