Þessi síða notar vafrakökur
Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.
Það að skrifa þakklætisbréf er ein áhrifaríkasta leiðin til að sýna þakklæti í orði og verki. Rannsóknir sýna að athöfnin ein og sér eykur hamingju þess sem skrifar án þess að viðkomandi sendi bréfið áfram. Þegar þú iðkar þakklæti t.d. með því að skrifa þakklætisbréf ertu að auka jákvæðar tilfinningar á borð við von, bjartsýni og gleði. Það að mótttaka slíkt bréf er ómetanlegt og fyllir hjartað af kærleika og þakklæti. Það að þakka ekki fyrir er eins og að pakka inn gjöf án þess að gefa hana. Það er misjafnt eftir fólki hversu auðvelt það á með að sýna þakklæti sitt til annarra. Ef þig langar til þess að þakka einhverri manneskju í lífi þínu fyrir það sem hún hefur gert fyrir þig þá er þakklætisbréf frábær og auðveld leið. Fyrir aðra er erfitt að tjá þakklæti sitt munnlega og því geta þakklætisskrif verið góð lausn til að sýna þakklæti sitt til sérstakrar manneskju sem þig langar að þakka fyrir með öllu hjarta.
Leiðarvísir í þakklætisskrifum
Martin Seligman sem oft er talinn faðir jákvæðrar sálfræði hefur notað þakklætisbréf mikið í sinni vinnu og rannsakað áhrif þess ásamt því að leggja slíkt verkefni fyrir nemendur sína. Hann leggur til leiðarvísir í þakklætisskrifum sem eru eftirfarandi:
Það þarf þó að hafa í huga að við stýrum ekki viðbrögðum annarra og útkoman gæti orðið önnur en við vonuðumst eftir. Það er því gott að setja sér engar væntingar um útkomuna þ.e. viðbrögð manneskjunnar sem móttekur bréfið. Þú allavega gerðir þitt besta að sýna þakklæti þitt til manneskjunnar og náðir að tjá þakklæti þitt.
Eitt af aukaverkefnunum í þakklætisdagbókinni er einmitt að skrifa þakklætisbréf. Það er góð æfing en ef þú vilt afhenda slíkt bréf þá getur þú hlaðið niður skjalinu hér fyrir neðan og prentað það út og skrifað á það. Jafnvel sett fallegan borða og afhent það manneskjunni sem þú vilt þakka fyrir. Hvort sem þú gerir það í eigin persónu eða í gegnum póstinn.
Gangi þér vel
þakklætiskveðja
Erla Súsanna
Tekið úr Flourish: A new understanding of happiness and well-being and how to achieve them eftir Martin Seligman.
Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.