Vellíðan í Jónshúsi

Vellíðan í jónshúsi

Þessir tímar eru í Kaupmannahöfn.

Langar þig að leggja rækt við þig í vetur og næra huga, líkama og sál á heildrænan hátt. Uppskera vellíðan, meiri orku og hugarró. Þá eru Living Yolates tímarnir fyrir þig. 

Uppbygging:

Hver tími hefur sitt eigið líf og þema. Uppbyggingin er öndun, hugleiðsla, jóga, dans, pilates og slökun. Allt sem þú þarft til að losa um stíflaða spennu og öðlast meiri ró og skapa vellíðan. Ég notast við hugmyndafræði Living Yolates og blanda jákvæðri sálfræði inn í tímana.

Áherslur:

  • Öndun.
  • Hugleiðslu.
  • Jóga.
  • Dans.
  • Orkuæfingar.
  • Pilates.
  • Slökun.
  • Hugarfarslegar æfingar.

Living Yolates samanstendur af jóga, pilates, dansi og andlegri meðvitund og orkuvinnu og sækir innblástur í kínverska læknisfræði. LY aðstoðar þig að tengjast þér betur þar sem ásetningur er að skapa ró og andlegan skýrleika, styrkja líkamann og skapa flæði.

Taktu  með þína eigin jógadýnu og dagbók og penna. Í boði verður te, vatn og snarl.

Þín fjárfesting er 150dkk krónur.

Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Óháð kyni og aldri. 18 ára og eldri velkomnir.

Tímasetningar:

9. janúar

20. febrúar

12. mars

9. apríl

7. maí

Tímarnir hefjast stundvíslega kl.19:00 (húsið opnar kl.18:45) og eru til kl.21:00. Kennt á íslensku.

Það er laust fyrir 10 þátttakendur og skráning fer fram á tofrakistanmin@gmail.com eða senda sms í símanúmerið 22335990.

Lágmark 5 þátttakendur.

Þegar þú hefur greitt fyrir tímann þá tryggir þú þér pláss en hægt er að afbóka með 24klst fyrirvara og fá endurgreitt.

Hakka til að skapa vellíðan með þér í vetur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Hlýjar kveðjur

Erla Súsanna

Hafðu samband og Töfrakistan getur hannað jógatíma eða námskeið sem hentar þínum hópi eða fyrirtæki

umsagnir frá þátttakendum

“Tímarnir hjá Erlu eru dásamlegir tímar. Er endalaust þakklát að hafa kynnst Yolates og Erlu, sem leiðir mann svo fallega í gegnum tímana og maður er algjörlega endurnærður, fullur af þakklæti, ró og vellíðan. Akkúrat tímarnir sem ég leitaði að, án þess að vita af því. ”

Frederik Gytkjær

Atvinnumaður í knattspyrnu

“Mér fannst tímarnir hjá Erlu svo uppbyggjandi og peppaði mig að hugsa betur um sjálfa mig! Ég fann svo mikla ró líkamlega og andlega á meðan tímunum stóð og nokkra daga eftir. Ég fann fyrir meira jafnvægi og mér fannst ég nálgast þessa innri kyrrð sem ég þrái svo oft. Fann fyrir mjög góðri orku”.

Iben Sander

Uppeldisfræðingur

“Ég gleymi aldrei mínum fyrsta Living Yolates tíma. Ég hef prófað alls konar yogaform og líkað mjög vel en eftir að hafa prófað yolates hjá Erlu er eins og einhver nýr heimur hafi opnast. Þessi einstaka orka sem hún hefur sem leiðbeinandi og nýtir svo vel til að skapa vellíðan og gleði er ótrúleg. Að sameina yoga, dans og pilates og eiginlega bara gleði og þakklæti í einum tíma er alveg dásamlegt og þvílík vellíðan á eftir, í fleiri daga. Mæli með að prófa og þora að sleppa sér í dansinum.”

Anna Tjemsland,

Markaðsfræðingur

Fríða Hjaltested

Markaðsfræðingur

Emelía Steinarsdóttir

Nemi og handboltakona

Fjóla Jónsdóttir

Fæðingarlæknir

Þessi síða notar vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.