Vinnustaða Retreat
Töfrakistan kynnir námskeið í vellíðan fyrir starfsmenn og/eða stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Um er að ræða einstakt námskeið þar sem vellíðan starfsmanna/stjórnenda er sett í forgang. Einstaklingarnir eflast og starfsmannahópurinn verður samheldnari. Allir fara með töfrakistu fulla af verkfærum sem nýtist þeim bæði í leik og starfi.
Markmið og áherslur
Markmið námskeiðsins er að læra leiðir til líða vel í starfi. Að efla þrautseigju til þess að geta tekist betur á við streitu. Að tileinka sér jákvætt hugarfar og samskiptahætti sem skila árangri og betri líðan. Að finna styrkleika sína og læra leiðir til að nýta þá í starfi. Að skoða tilgang sinn og gildi og hvernig við getum notað það sem leiðarvísir í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Að finna þinn innri styrk og í öruggu umhverfi leysa hann úr læðingi. Endurhlaða þig og þína orku.
Efnistök verða m.a. núvitund, þakklæti, tilgangur, hugarfar, gildi, samkennd, samskipti, styrkleikar, vellíðan, hugleiðsla, starfsgleði. Lengd námskeiðs ræður hversu djúpt farið verður í þessi efnistök.
Kennsluaðferðir
Bein kennsla, hópavinna, einstaklingsvinna, jógaiðkun, hugleiðsla, öndunaræfingar, yoga nidra, núvitundaræfingar, útivera, hreyfing, leikur, hugarfarslegar æfingar, ígrundun og umræður.
Hugmyndafræði og fyrirkomulag
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og jóga. Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun innan sálfræðinnar sem notar aðferðir til að skilja mannlegar hugsanir, tilfinningar og hegðun. Jóga byggir á hugmyndum um þroskaleið mannsins (líkami, hugur, félagsleg og andlegt).
Kennsla fer fram milli 9:00 og 15:00. Annar tími er frjáls. Það er bæði opnunarkvöld og lokahátíð. Dagskrá er sniðin að þörfum starfshópsins.
Áhersla er lögð á jafnvægi milli virkni og hvíldar og að allir fái notið sín til fulls. Unnið er með hugtakið vellíðan á heildrænan hátt í gegnum huga, líkama og sál.
Lágmarkslengd námskeiðs eru 2 nætur og 2 heilir dagar. Hægt er að velja allt að fimm daga námskeið.
Staðsetning og umgjörð
Námskeiðið er haldið á fallegum og friðsælum stað á S-Sjálandi. Inspiration center of Denmark er í eigu íslenskra hjóna sem leggja mikið upp úr í því að skapa rólegt og jákvætt andrúmsloft. Herbergin eru notaleg og rúmgóð og í boði er annað hvort eins manns herbergi eða tveggja manna. Snyrtileg baðherbergi eru staðsett utan herbergja.
Fjarlægð frá flugvelli er u.þ.b 1,5klst miðað við akstur í bifreið. Mælt er með að ráðstafa samgöngum með góðum fyrirvara fyrir brottför.
Heimilisfang: Hunseby Kirkevej 13, 4930 Maribo (sjá kort)
Matarræði
Dag hvern er boðið upp á hlaðborð af bragðgóðum og heilnæmum mat. Maturinn samanstendur af ljúffengu heimagerðu grænmetisfæði sem er gert frá grunni (með fiski/kjúklingi á milli). Te, kaffi og kranavatn og ávextir í boði allan daginn. Einnig er hægt að kaupa aðra drykki ásamt sælgæti.
Borga þarf aukalega fyrir sérfæði t.d. glútenfrítt og hreint veganfæði.
Verð
Verð fer eftir lengd ferðar og stærð hóps. Lágmark 10 þátttakendur. Sendu mér upplýsingar um fjölda starfsmanna og lengd ferðar og fáðu verðtilboð.
Borga þarf 25.000 ISK staðfestingargjald við bókun per starfsmann sem er óafturkræft. Borga þarf upp ferðina 2 mánuðum fyrir brottför.
Innifalið í verði er gisting, fullt fæði ásamt kaffi/te, lín og handklæði, jógabúnaður á staðnum, kennsla, handbók, taupoki ásamt stílabók og penna.
Flug og samgöngur til staðarins, pottur og gufa er ekki innifalið.
Athugið að mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki fyrir sína félagamenn.
Þátttakendur fá 15% afslátt af Þakklæti – dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju eftir Erlu Súsönnu námskeiðshaldara
Skráning og fyrirspurnir: tofrakistanmin@gmail.com
Hafðu samband og Töfrakistan getur hannað námskeið eða fyrirlestur sem hentar þínum hópi
umsagnir frá þátttakendum
“Lærdómsríkt námskeið sem færði mér mikla ró. Skemmtilegt í yoga tímum og mjög gagnlegt að fá fræðsluna á milli um jákvæða sálfræði og yoga”
Elísa Embla Viðarsdóttir
Starfsmaður í búsetuþjónustu fatlaðs fólks
“Geggjað námskeið! Frábært fyrir svona miðaldra kall eins og mig að stíga vel út fyrir þægindarammann.”
Konráð Logi Fossdal
Félagsliði
“Áhrifaríkt og skemmtilegt. Mjög gagnlegt og ýmislegt sem nýtist sem hægt er að nota strax og svo þróa áfram. Fer heim endurnærð og ótrúlega glöð með það sem ég hef upplifað”
Guðrún Gunnarsdóttir
Forstöðumaður
Elísa Embla Viðarsdóttir
Starfsmaður í búsetuþjónustu fatlaðs fólks
Konráð Logi Fossdal
Félagsliði
Guðrún Gunnarsdóttir
Forstöðumaður