Kennara Retreat

Kennara retreat, 7. - 11. ágúst 2024

Töfrakistan kynnir námskeið einnar sinnar tegundar fyrir kennara, þroskaþjálfa og náms- og starfsráðgjafa. Kennara retreat er hannað með það í huga að kennarar fari inn í kennsluárið með töfrakistu fulla af verkfærum fyrir sig og nemendur sína. Það er mikilvægt að kennarar fái tækifæri til að hlúa að sér og fái verkfæri  í hendur sem auka vellíðan í leik og starfi. Rannsóknir sýna fylgni milli aukinnar vellíðanar kennara og vellíðanar nemenda. Ásamt því að læra einfaldar leiðir til að iðka sjálfsrækt verður fræðsla og verkleg kennsla í velferðarkennslu.

Áhersla er lögð á fjölbreytta  og heilnæma dagskrá þar sem hugur, líkami og sál fá notið sín til fulls. Dagarnir innihalda m.a  jógaflæði, hugleiðslu, jóga nidra, öndun, dagbókarskrif, hugarfarsleg verkefni, hópefli, fræðslu um vellíðan og hvernig hægt sé að vinna með verkfæri jákvæðra sálfræði með nemendum. Það þarf ekki að hafa neinn grunn í jóga eða hugleiðslu. Einnig er gefinn  frjáls tími þar sem hægt er að njóta fallegrar náttúru í ró og næði.

Hugmyndafræði námskeiðsins er byggð á jákvæðri sálfræði og jóga. Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun innan sálfræðinnar sem  notar aðferðir til að skilja mannlegar hugsanir, tilfinningar og hegðun. Jóga byggir á hugmyndum um þroskaleið mannsins (líkami, hugur, félagsleg og andlegt).

Þetta er endurnærandi námskeið þar sem þú setur þína vellíðan í forgang.

Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Staðsetning og umgjörð

Námskeiðið er haldið á  fallegum og friðsælum “Retreat” stað á S-Sjálandi.  Inspiration center Denmark er í eigu íslenskra hjóna. Herbergin eru notaleg og rúmgóð og í boði er annað hvort eins manns eða tveggja manna herbergi. Snyrtileg baðherbergi eru staðsett utan herbergja.

Fjarlægð frá flugvelli er u.þ.b 1,5klst miðað við akstur í bifreið en 2,5 – 3klst í lest. Ef nokkrir ferðast saman getur borgað sig að leigja bílaleigubíl. Samgöngur eru á ábyrgð þátttakenda og mælt er með að skipuleggja þær fyrir komu.

Hunseby Kirkevej 13, 4930 Maribo (sjá kort) 

Maturinn samanstendur af ljúffengu heimagerðu grænmetisfæði sem er gert frá grunni (með fiski/kjúklingi á milli). Te, kaffi og kranavatn og ávextir í boði allan daginn. Einnig er hægt að kaupa aðra drykki og léttínvín og bjór ásamt sælgæti.

Borga þarf aukalega fyrir sérfæði t.d. glútenfrítt og hreint veganfæði.

Hægt er að kaupa aðgang að vildmarksbaði (heitur pottur, sauna og kaldur pottur).

Verð

*139.000 ISK 2ja manna herbergi

*159.000 ISK einstaklingsherbergi 

*athugið að verð gæti breyst 

(verð miðast við a.m.k 10 þátttakendur). Hámark 22 þátttakendur (athugið að laust er fyrir alla gesti í 1 manns herbergi).

Borga þarf  25.000 ISK staðfestingargjald 15. janúar 2024 sem er óafturkræft. Borga þarf upp ferðina fyrir 2. maí 2024.

Innifalið í verði er gisting í 4 nætur, fullt fæði ásamt kaffi/te  (lín og 2 handklæði,  jógabúnaður á staðnum, kennsla, handbók,  taupoki  ásamt stílabók  og penna).

Flug, samgöngur til staðarins, pottur og gufa er ekki innifalið í verði. Hægt er að sækja um styrk hjá KÍ fyrir samgöngum ásamt einni nótt á hóteli fyrir námskeiðið. Að gefnu tilefni eru þátttakendur hvattir til að skipuleggja samgöngur fyrir brottför. Það getur verið hagkvæmt að leigja bílaleigubíl ef þátttakendur ferðast saman í hóp.

Námskeiðið er styrkhæft af KÍ fyrir utan fæði að undanskildum morgunverði sem er 10% af heildarverði  (ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur reglur innan félagsins  sem geta verið mismunandi eftir fagfélögum). 

Ég er grunnskólakennari að mennt og þekki vel starf kennarans. Ég hef einnig sankað að mér menntun og reynslu í í jóga, hugleiðslu og jákvæðri sálfræði svo fátt eitt sé nefnt. Ástríða mín liggur í því að aðstoða unga sem aldna að leysa fjársjóðinn úr læðingi sem býr innra með okkur öllum svo við getum blómstrað og búið til betri heim. Ég brenn fyrir velferð kennara og nemenda. Meira um mig hér.

Þátttakendur fá 10% afslátt af dagbókinni minni Þakklæti – dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju

Skráðu þig í  Kennarahóp Töfrakistunnar á facebook og fáðu fyrstur að vita þegar námskeiðið fer í sölu.

Búið er að opna fyrir forskráningu! Athugið að forskráning er ekki bindandi. Þátttakendur fá tölvupóst á nýju ári og eru beðnir um að borga staðfestingargjald 15. janúar 2024. 

umsagnir frá þátttakendum

“Vellíðan retreat kennara er það besta sem ég hef nokkurn tímann gert fyrir sjálfa mig. Öll umgjörð var óaðfinnanleg, eins og í ævintýri. Ég stend mun sterkari eftir þetta námskeið og spennt að fara að vinna með þær hugmyndir sem ég hef fengið hér með nemendum mínum.”

Grunnskólakennari

“Elsku Erla, Takk! Þú ert algjör töfrakona. Það var unun að fá að taka þátt í þessu vellíðanar retreati kennara. Ég hlakka til að koma heim og í vinnuna og nota verkfærin í Töfrakistunni. Þú ert ótrúlega góð að lesa hópinn og ýttir við okkur og gafst okkur tíma til að vaxa.”

Grunnskólakennari

Frábær kennari, guðdómlega falleg staðsetning og umhverfi. Vel skipulagt námskeið og það besta sem ég hef gefið sjálfri mér í langan tíma.

Grunnskólakennari

Grunnskólakennari

Grunnskólakennari

Grunnskólakennari

Hafðu samband og Töfrakistan getur hannað námskeið eða fyrirlestur sem hentar þínum hópi

Þessi síða notar vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.