Vellíðan kennara – netnámskeið

Vellíðan kennara

Netnámskeið fyrir kennara, þroskaþjálfa, náms - og starfsráðgjafa

Töfrakistan kynnir 4 vikna netnámskeið í vellíðan kennara í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Athugið að starfsmönnum í öðrum sveitarfélögum er frjálst að sækja námskeiðið.

Kennsla er margslungið starf og að mörgu er að hyggja. Það er auðvelt að gleyma því að hugsa um eigin velferð í amstri dagsins. Það að kennarar og þeir sem starfa með börnum hlúi vel að sér í starfi skilar sér margfalt til baka til nemenda og er grunnurinn að farsælu skólastarfi. Rannsóknir hafa sýnt að það eru tengsl milli vellíðanar kennara og vellíðanar nemenda.

Námskeiðið Vellíðan kennara er fyrir þá sem vilja einföld og árangursrík verkfæri í hendur til að auka sína eigin vellíðan. 

Þetta er tækifærið þitt að setja þína eigin vellíðan í forgang.

Áherslur:

  • að kynnast hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og jóga.
  • að kynnast verkfærum jákvæðrar sálfræði (jákvæð inngrip).
  • að kynnast hugtakinu vellíðan.
  • að kynnast verkfærum sem búið er að rannsaka að auki vellíðan.
  • að læra leiðir til að festa þessi verkfæri í sessi.

Hugmyndafræðin

Hugmyndafræði námskeiðsins er byggð á jákvæðri sálfræði og jóga. Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun innan sálfræðinnar sem  notar aðferðir til að skilja mannlegar hugsanir, tilfinningar og hegðun. Jóga byggir á hugmyndum um þroskaleið mannsins (líkami, hugur, félagsleg og andlegt).

Uppbygging námskeiðsins

Hver tími er 1,5klst. og kennsla fer fram á zoom 4 mánudaga í röð kl.14:30 – 16:00.  Tímarnir innihalda fræðslu og verklegar æfingar á borð við öndunaræfingu, hugleiðslu, dagbókarskrif og yoga nidra. Þátttakendur fá verkfæri í hendur til að vinna með á milli tíma. Tímarnir eru teknir upp og þátttakendur hafa aðgang að þeim mánuði eftir að námskeiði lýkur.

Yoga nidra er liggjandi leidd hugleiðsla sem hefur það að markmiði að losa um umfram spennu og streitu. Jóga nidra tími er talinn vera á við 3klst svefn. 

Dagbókarskrif er öflug leið til að flokka hugsanir og tilfinningar. Ein rannsókn sýndi 25% aukningu á hamingju hjá þeim sem skrifuðu í þakklætisdagbók.

Öndun er talin vera náttúrulegt verkjalyf líkamans. Róar taugakerfið og færir þér jafnvægi.

Hugleiðsla eykur andlega og líkamlega vellíðan. Færir þér ró og skýran huga.

Næsta námskeið hefst 22. janúar 2024:

Dagskrá:

22. janúar – Farið verður í fræðin á bak við jákvæða sálfræði og svokölluð jákvæð inngrip kynnt til sögunnar.

29. janúar – Hugtakið vellíðan skoðað og farið verður sérstaklega í vellíðan kennara.

5. febrúar – Verkfærin núvitund og þakklæti kynnt til sögunnar og hvernig sé hægt að vinna með þau í leik og starfi.

12. febrúar – Að setja sjálfsrækt í vana. Við förum yfir nokkrar leiðir sem aðstoða þig að setja þína vellíðan í forgang.

 

Um kennarann

Erla Súsanna Þórisdóttir þróaði þetta námskeið vegna þess að henni fannst of lítil áhersla lögð á vellíðan kennara í skólastarfi. Hún hefur sjálf kennt í mörg ár og þekkir umfang starfsins. Hún telur að með því að huga að vellíðan kennara erum við að búa til farsælla skólasamfélag sem skilar sér margfalt út í samfélagið. Erla Súsanna hefur sl. 10 ár menntað sig og viðað að sér reynslu í ýmsu er tengist heilbrigði. Hún er með alþjóðleg jógakennararéttindi, hefur lært barna- og unglingajóga ásamt kennslu í núvitund fullorðinna og barna. Hún er með jóga nidra kennararéttindi ásamt Living Yolates 290 tíma réttindi sem er heildræn nálgun í heilbrigði sem leggur áherslu á þrjá hreyfistíla, jóga, dans og pilates ásamt hugrænum æfingum. Hún er sjálfstætt starfandi þar sem hún vinnur við námskeiðshöld, fyrirlestra og ritstörf. Hún leggur áherslu að að gera andlega iðkun skemmtilega, einfalda og aðgengilega fyrir alla.

Þáttökugjald

Þátttökugjald er kr. 6.000.- en skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sér um innheimtu þátttökugjaldanna

Námskeiðið er styrkhæft af KÍ.

Hægt er að sækja um styrk í C-sjóð (einstaklingsbundinn styrktarsjóður) á vegum Kennarasambands Íslands fyrir námskeiðinu.

Skráning

Hægt er að skrá sig  hér eða senda póst á gudrun.edda.bentsdottir@reykjavik.is

Þakklætisdagbók

Þátttakendur fá 10% afslátt af Þakklæti – dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju eftir Erlu Súsönnu námskeiðshaldara. Allir sem skrá sig fá sendan afsláttarkóða.

Fyrirspurnir sendist á tofrakistanmin@gmail.com

Hafðu samband og Töfrakistan getur hannað námskeið eða fyrirlestur sem hentar þínum hópi

umsagnir frá þátttakendum

“Mér finnst nálgun þín og áherslur á vellíðan kennara áhugaverð á þessu námskeiði – og mun ég notfæra mér nýja vitneskju. Þá varst þú mjög gefandi og þægileg í allri framkomu og einstaklega örlát að deila verkfærum til að vinna með. Takk fyrir mig”.

Grunnskólakennari

“Ég var mjög ánægð í heild með námskeiðið. Námskeiðshaldarinn var áhugasöm um að koma efninu vel til skila. Það er líka gott að gera æfingar af og til á námskeið”..

Grunnskólakennari

“Uppbyggjandi námskeið sem gaf manni góðar hugmyndir, fannst líka gott að hafa það á mánudögum því það setti svolítið tóninn fyrir vikuna :)”.

Grunnskólakennari

Grunnskólakennari

Grunnskólakennari

Grunnskólakennari

Þessi síða notar vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.