Skilmálar

Skilmálar

Sendingarmáti   

Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir að pöntun berst. Sé varan ekki til á lager mun vera haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Gorilla Vöruhúsi og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra sendingarþjónustu um afhendingu vörunnar. Töfrakistan ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.   

Verð á vöru og sendingarkostnaður  

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 11% virðisauka en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við sendum allar vörur með Íslandspósti eða Dropp. Sendingakostnaður er samkvæmt verðskrá sendingarfyrirtækis (athugið að sendingarkostnaður er mismunandi eftir fyrirtækjum). 

Verð
Athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Fyrirkomulag póstsendinga

Allar vörur eru sendar með með Íslandspósti eða Dropp. Þessir sendingaraðilar bjóða upp á ýmsar leiðir til að senda vörur og er kostnaður reiknaður við kaup á vöru. Sendingarkostnaður fer eftir heimilisfangi kaupanda. Sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá sendingarfyrirtækis (sendingarkostnaður er mismunandi eftir fyrirtækjum).  

Skilaréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Vinsamlegast hafið samband við tofrakistanmin@gmail.com varðandi spurningar.

Meðferð persónuupplýsinga

Hjá fyrirtækinu Töfrakistan (Töfrakistan., cvr. 43484745) leggjum við áherslu á trúnað og öryggi þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með.    

Öll vinnsla persónuupplýsinga af hálfu Töfrakistunnar er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 (hér eftir persónuverndarlög) og er öll vinnsla persónuupplýsinga í samræmi við lögin.  

Nánari samantekt á vinnslu og meðferð persónuupplýsinga er að finna hér, þar á meðal hvaða persónuupplýsinum er safnað, í hvaða tilgangi og varðveislutíma þeirra. Einnig eru þar að finna réttindi þín samkvæmt persónuverndarlögum. Ekki hika við að hafa samband ef þú óskar eftir nánari upplýsingum um þau atriði sem hér koma fram. 

Lög og varnarþing  

Kaupskilmálar þessir er í samræmi við íslensk lög. Komi upp mál vegna hans skulu aðilar reyna sættir en annars skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Almennt

Töfrakistan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vöru fyrirvaralaust. 

Þessi síða notar vafrakökur

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.