Þakklæti og nægjusemi
Það að einblína á það sem þú átt nú þegar í lífinu gerir það að verkum þú finnur fyrir sátt. Það þýðir ekki að þú sættir þig við allt eins og það er og staðnir heldur ertu að einblína á skort með því að finnast þú þurfa eitt og annað til að upplifa sátt. Með því að þakka fyrir blessanir þínar daglega ertu að búa til veruleika í gnægð. Að upplifa gnægð er að finnast maður hafi nóg af einhverju hvort sem það er ást, peningar eða veraldlegir hlutir eins og fatnaður eða snyrtivörur. Þegar við upplifum gnægð þá líður okkur vel og við erum frekar í jafnvægi tilfinningalega. Þegar svo er þá eru meiri líkur á því að við veljum gæði umfram magn. Þakklæti elur á nægjusemi því þú einblínir á gnægð og þakkar fyrir það sem þú átt nú þegar. Þegar þú gerir það þá stækkar það mengi þ.e þú munt ekki upplifa skort ef hugarfarið þitt er stillt inn á gnægð.
Litlu hlutirnir
Það er ótal margt sem við getum þakkað fyrir daglega. Nú þegar líða fer að jólum er tilvalið að veita blessunum okkar gaum. Veita öllu því góða í lífi okkar athygli og hverfa frá tilfinningunni að okkur skorti eitthvað. Muna eftir litlu hlutunum því þegar uppi er staðið þá eru það hlutirnir sem verða að endingu stóru hlutirnir. Gott er að ígrunda hvernig við viljum hafa desembermánuð og hér fyrir neðan er dagbókarskjal fyrir þig sem þú getur fyllt út til að komast nær því hvað þú vilt í raun og veru leggja áherslu á í desember. Gott er að setja sér ásetning sem getur verið einhvers konar mantra til að aðstoða þig að fylgja því sem þú í raun og veru vilt. Mantran getur t.d verið:
- Ég er þakklát/ur fyrir það sem ég á nú þegar.
- Ég hef allt sem ég þarf.
- Ég uplifi gnægð og sátt.
- Ég er kærleikur og ljós.
Nægjusemi getur verið skemmtilegt að þjálfa sig í og þar skiptir hugarfarið mestu máli. Gott er að spyrja sig;
Hvernig skynjar ég nægjusemi?
Hvernig líður mér þegar ég hugsa um að vera nægjusöm?
Margir hugsa jafnvel að það sé hrikalega leiðinlegt. Að þú getir ekki gert allt sem þig langar. Að þú þurfir að neita þér um hluti.
Hver er tilgangur minn um jólin. Hvernig vil ég upplifa jólin? Hvernig vil ég að mér líði í janúar?
Vil ég var með hnút í maganum yfir því að visa reikningurinn er of hár? Upplifa skort eða vil ég að mér líði vel yfir því að ég var nægjusöm/ur og upplifi nú gnægð. Framundan eru 11 mánuðir þar sem ég get leyft mér meira af því að ég fór ekki offörum í desember. Yndisleg tilfinning.
Hvað langar þig að nota peningana þína í á nýju ári? Mögulega hefur þú meira svigrúm þegar þú hefur tileinkað þér nægjusaman desember.
Þakklætisdagbókin aðstoðar þig að koma auga á litlu hlutina í lífinu og er frábært verkfæri til að þjálfa nægjusemi.
Gangi þér vel
Hlýjar kveðjur
Erla Súsanna